• Sigurður Valgeirsson var á verði

Lesgleraugu: Lesgleraugun kostuðu 200 kr. fyrir hrun hækkuðu í 400 kr 2009 fóri í 600 kr 2012 og voru að hækka í 800 kr

 • Rakel var á verði

Leiga á minnsta bankahólfi: Verðskrá Íslandsbanka fyrir minnsta bankahólfið var 2.500 kr. árið 2013, en verður 3.900 kr. fyrir 2014. Það gerir 56 % hækkun. Hagnaður bankans var rúmir 23 milljarðar 2013. Hvernig geta þeir réttlætt 56% hækkun...?

 • Jóna Jóhanna Sveinsdóttir var á verði

Bónusblanda (eikarlauf, lambhagasalat og rauðrófublöð): Eg keypti í dag þennan salatbakka, 125 grömm, og kostaði hann 398 krónur. Fyrir ekki svo löngu var þessi blanda í eins umbúðum en 250 grömm og kostaði að mig minnir 498 krónur frekar en 459 krónur semsagt frekar lúmsk hækkun hèr à ferð!!!

 • Ólöf var á verði

Súpa á Lifandi markaður hækkar um 12%: Súpan var á 1.150 kr. en hefur nú verið hækkuð í 1.290 kr eða hækkun um 12%

 • Guðrún Júlíusdóttir var á verði

Seldur matur með miðakaupum. Hækkar úr 750 í 850.: Eldri borgarar sem búa rétt við Hrafnistu geta keypt mat. Hækkar úr 750 í 850 hver miði. Jafnframt hafa verið ávextir í boði með matnum, en það er hætt.

 • ingibjörg Helga Hraundal var á verði

Mondlu olíu sturtusápa: 20 marz kostaði sápan 2735.-ég deildi upphæðini í 7 óg hver borgaði 390.kr. Fór aftur 1 apríl og þá kostaði hún 2.850. hækkun upp á ca 110 kr. sama sápan.

 • Kristján Sturlaugsson var á verði

Coke Zero – 0,33 ltr: Hefur á síðustu tveim vikum hækkað úr 99 kr. í 119 kr. í Hagkaup. Hættur að kaupa Koke Zero í Hagkaup.

 • Jóhann Már Sigurbjörnsson var á verði

Vitjanir til lækna og sérfræðinga – Hið opinbera: Komugjöld á heilsugæslustöðvar hækkuðu um 20 prósent og komugjöld til sérfræðinga hækkuðu um 19 prósent. Sjá http://www.visir.is/kjarabaetur-eldri-borgara-teknar-til-baka-med-haekkunum-/article/2014140328957

 • Skúli Freyr Brynjólfsson var á verði

Gjald fyrir blóðprufu: Blóðprufa kostaði kr. 1.900 fyrir áramót, en hækkaði þá í 2.100 sem er 10,5% hækkun

 • Pétur var á verði

10GB allur pakkinn.: 10GB internet pakki hækkar um 300 krónur úr 4.190 krónum í 4.490 krónur. Hækkun um rúmlega 7%.

 • Friðleifur Kristjánsson var á verði

Appelsínur: Er eðlilegt að kg verð af appelsínum (Cara-Cara) kosti 785 kr. Ég keypti 6 appelsínur (3 í poka) um síðustu helgi í Víði Garðatorgi en tók ekki eftir fyrr en heim var komið, að þær kostuðu samtals 1.711 kr eða rúmar 285 kr/stk!! Hvet ykkur til að skoða verð á ávöxtum bæði í Víði og Kosti. Þeir tala um að ávextirnir þeirra séu fluttir með flugi og það skýri verði e-ð. Flytja ekki allir ávextina sem koma erlendis frá með flugi?

 • Helgi var á verði

Nivea krem for men: kostaði 767 kr. í ágúst en kostar núna 999 kr. það er töluverð hækkun á þessum stutta tíma

 • Böðvar G. var á verði

Feitletrun og litur í símaskrá ja.is: Skráning á feitletrun og lit í símaskránni hefur hækkað um 10,3% síðan í fyrra og er verðið á þessari þjónustu er svívirðilega hátt. Það þarf að greiða litlar 4.290 krónur fyrir feitletrun og aðrar 4.290 fyrir lit. Svo er liturinn eingöngu sýndur í símaskránni en ekki á ja.is eins og að það myndi kosta eitthvað. Einnig væri nú allt í lagi að auglýsa með einhverjum fyrirvara á áberandi máta (t.d. með sms eða tölvupósti) þessa skráningu og kostnaðinn við hana áður en það er of seint að afpanta þessa þjónustu. Einn fúll sem er búin að afpanta þessa þjónustu fyrir næsta ár.

 • Sigurjon Johannsson var á verði

Tebolla: Bollan kostar í dag 379 kr, sem er hæsta verð sem ég hef séð á tebollum, jafnvel dýrustu bakaríin eru með lægra verð. Takk fyrir góða síðu!

 • Steinar Svan Bigisson var á verði

Saltkjöt og baunir: Um ára bil hafa íkea menn boðið saltkjöt og baunir á 2 krónur, því er ekki að skipta þetta ár. Vissulega getur enginn veitingastaður annar boðið þetta verða en það eru þeirra orð að þeir geti það sökum þess að þetta er aukaatriði í rekstri fyrirtækisins, trix til að fá fólk inn í búðina. Í stað þess að vera með eðlilega hækkun sex sjö prósent þá er farin óútskýranlega leið og aðferðarfræði og valið að hækka um fleirri þúsund prósent hækka uppí 995 krónur. Slíkt á enginn að komast upp með án tiltals og skamma, sektar og annara refsileiða, þetta er ekki lóð á vogaskálar heimila í vanda ,eins og asi var að byðja um í kringum kjarasamningana. Að vísu er þetta bara einn dagur en hefur samt talsverð áhrif hjálpar ekki til við að vekja trú og traust launamanna á atvinnurekendum,